laugardagur, 21. apríl 2007

Spiderman


Nei nei ég er ekki orðin spiderman.... ekki heldur Sigurður......... eða kannski.

Kannski gæti það hafa gerst, því að í gærkvöldi þegar að ég og Sigurður vorum að fara að sofa þá höfðum við fengið næturgest. .....nei ekki róni..... nei ekki ein af Istedgade, það var risastór könguló, jakkk. Við fengum líka massíva klígju og þurftum að setja hana í glas og henda henni út um gluggan, ojjj hún var ógeðsleg!!!

En nóg af kalla litla könguló, Solla, mamma Sigurðar, er hérna núna með leikskólann sinn(sko starfsfólkið) eins og öll fyrirtæki á Íslandi. Í dag held ég að í Central Kaupmannahöfn hafi svona 80% af fólkinu verið Íslendingar. Alveg rugl sko.

En núna erum við að byrja að grilla íslenskt lambalæri. Ætla að fara að búa til nýja playlist til að hlusta á þegar ég hjóla í vinnuna, aðeins of mikið af rólegu þar, það var fínt í lestinni heim en ekki þegar maður er að hjóla takk fyrir.

En já bara svona til að láta fólk vita þá komum við heim þann 13. júlí, ef þið viljið fara að búa til móttökunefnd og byrja að skipuleggja heimkomuartý, þetta er nebblega föstudagur og síðast þegar ég vissi voru föstudagur og laugardagur nokkuð góðir partýdaga:o

En farvel, snakkes.

Kærlig hilsen Tinna Ósk
(by the way þá er þetta köngulóin sem var inni hjá okkur á myndinni)

mánudagur, 16. apríl 2007

Halló


HÆHÆ


Þetta erum sem sagt við og ég er svona aðeins að prófa þetta áður en við byrjum að nota þetta almennilega.

Anywho.... bæ bæ

miðvikudagur, 11. apríl 2007

ATH!!

Er að kanna hvernig þetta kerfi virkar og vonandi er það ekki of flókið fyrir mann eins og mig ;)