Já það er langt um liðið að einhverjar hreyfingar hafa orðið hér á þessari síðu, sem er klárlega ekki nógu gott...
Það er afskaplega þægilegt að vera kominn aftur í HR, ég er ekki frá því að ég var farinn að sakna þess að vera hér. Fyrir utan það að það er alltaf nóg að gera, maður er alltaf að kafna í bókum og lærdómi, sem er bara gaman annars væri maður ekki í þessu rugli.
Ég vinn óðum höndum í því að reyna að finna mér nýjan bíl í stað gamla bílsins sem ég þurfti að selja, blessuð sé minning hans. Enda á ég frekar erfitt með að ákveða hvaða týpu af BMW ég ætla að fá mér núna, en vonandi dett ég niður á e-n góðan sem á ekki eftir að svíkja mig!!
Þeir bílar sem ég er að spá í að fara að skoða eru þessir:
BMW 325 - nema þessi er heldur dýr
BMW 540iA
og svo e-r svona svipaðir bílar.
..en já, það er gaman að þessu..
kv.
Sigz
föstudagur, 31. ágúst 2007
Gerast áskrifandi að:
Færslur (Atom)