Heim speki, heims peki, heimspeki, þetta er rugl. Heimspeki er rugl. Speki um heiminn, nehei, pælingar sem skipta heiminn engu máli og eru bara tóm steypa.
• Að segja um það sem er að það sé ekki eða um það sem er ekki að það sé, er ósatt, en að segja um það sem er að það sé og um það sem ekki er að það sé ekki, það er satt
Þetta sagði vinur minn hann Aristóteles. Já hann var vitleysingur, en ekki jafn mikill vitleysingur og Platon, hann var sko steikur. Samkvæmt honum erum við bara ófullkomnar útgáfur af okkur hérna á jörðinni og við vitum allt fyrir en þurfum bara að rifja það upp.
Jahá, þessir vitleysingar, næstum jafn mikilir vitleysingarnir sem afgreiddu mig í IKEA í gær. Við fórum og keyptum rúm. Ok, flott mál. Komum heim, ég ákvað að kíkja í kassana, fannst soldið furðulegt að þeir væri báðir merktir númer 2 og viti menn, við fengum 2 höfuðgafla. Þá er ekki hægt að sofa til fóta, reyndar ekki hægt að sofa í rúminu, vantar hliðarnar og allt það, þannig að það ætlar einhver af þessum vitleysingum að koma og skipta við mig í dag svo ég fái restina af rúminu, þar sem ég þarf að fá lánaðan bíl til þess að geta farið með 2 metra langann kassa upp í IKEA.
En nóg um það, back to Aristóteles my good friend.
Gangi ykkur öllum rosa vel í prófunum.
Tinna out.