þriðjudagur, 8. júlí 2008

já það held ég nú....

Nú er sko sól á himni og heiðskýrir dalir... kallinn er kominn með teinið!!
Jább, kominn með réttindi til að aka bifhjóli!
Ég náði verklega hluta prófsins eins auðveldlega og hægt var fyrir utan það að ég var næstum búinn að missa hjólið á hliðina þegar ég var að taka nauðhemlunina á 40 km/klst, en ég tók bara roundið aftur og gekk ljómandi. Nú er það bara að fara að safna fyrir glæsilegum amerískum fáki að nafni Harley Davidson, sem ég tel vera kóngur hjólanna, hehe.

En ég var ekki fyrr búinn að klára bifhjólaprófið þangað til að ég skráði mig í annað námskeið!! Já ég nenni ekki að sitja aðgerðarlaus... ég skráði mig í námskeið til að fá skotveiðileyfi, sem gerir mig afar spenntan, en það námskeið er ekki fyrr en 4. september svo að ég get aðeins andað þangað til.

en þangað til verið sæl,

Sigz


2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Flott hjá þér ;) Tinna þú hefur ekki ætlað að skella þér í prófið líka?? ;)
Góða skemmtun í útlandinu.

Nafnlaus sagði...

Ja, sennilega svo pad er