mánudagur, 9. júlí 2007

Finnbogi og Spánn




Jæja núna erum við komin heim úr okkar langþráðu Spánarferð og hún var bara alveg æði.

En þar sem það er frekar langt síðan að það kom eitthvað update um hvað er að gerast hjá okkur þarf ég kannski líka að segja eitthvað um hvað var í gangi áður en við fórum til Spánar.

Ég hætti að vinna þann 13. júní........ og það var æði. Ég hitti Hlyn frænda í bænum og hann splæsti hádegismat svo elti ég hann í bænum, bauð honum svo í mat og fylgdi honum svo út á flugvöll.

Svo mánudaginn 25 júní kom Finnbogi í heimsókn. Hann missti sig aðeins í Jack&Jones þar sem að mest allt í búðinni var á 100dkk og ég eyddi smávegis þar í leiðinni á hann Sigurð. Svo fór vikan í að kíkja í bæinn, nokkrum sinnum í Field’s og vera “hooked” á Ally McBeal, og eftir það var lagið Hooked on a Feeling (ooga chacka) rosalega vinsælt hjá okkur. Á föstudeginum bauð Finnbogi okkur svo á Hard Rock og við ætluðum svo á djammið í Köben sem tókst svo vel að við náðum lest heim, og það var ekki síðasta lestin heldur bara lest um kl rétt fyrir 12. Sumir drukku of mikið fyrir matinn og voru orðnir svolítið þreyttir um hálf 12........ nefni engin nöfn.
Svo á laugardeginum fórum við í dýragarðinn og það var æði, skemmtum okkur frekar vel yfir dýrunum, þá sérstaklega ýkornunum og ég gleymdi mér inni hjá fiðrildunum með myndavélina. En svo um kvöldið var smá partý, Silja, Ásta Júlía, Tinna og Stebbi kíktu í heimsókn og voru hjá okkur til um 3 og svo átti Finnbogi flug heim klukkan 7:50 þannig ég fór ekki að sofa en Finnbogi og Sigurður sofnuðu smávegis. Ferðin með Finnboga út á flugvöll var viðbjóður en það var gott að komast heim að sofa.



En já svo þann 27 júní 2007 fórum ég og Sigurður til SPÁNAR!!!!
Keyrðum áfallalaust frá flugvellinum í Alicante að þessu líka æðislega húsi á spáni, og fórum og fengum okkur að borða. Urðum fyrir smá vonbrugðum með kínamatinn sem okkur langaði svo í en hann var nú samt ekki vondur.
Svo tók sólin bara við daginn eftir, nenntum því frekar lítið en sátum úti þangað til við fórum HRIKALEGA svöng í búðina og keyptum AÐEINS of mikið.
Svo komu foreldrar Sigurðar á föstudeginum og svo fórum í í óvissuferð á laugardeginum.
Pabbi hans Sigurðar var búinn að tala um að hann ætlaði með okkur í óvissuferð á laugardegnum. Svo á laugardeginum kíktum við á laugardagsmarkaðinn og svo áttum við að fara einhvert þar sem átti að hittast klukkan 3 og rútan færi 4, ég og Sigurður vissum ekki neitt og fylgdum bara. Svo komum við á bar sem heitir Calypso og þar voru fullt af íslendingum, einhverjir sem litu út fyrir að vera fararstjórar. Kalli, pabbi Sigurðar, fór til þessara fararstjóra fékk einhverja miða og svo settumst við inn á barinn. Þá fengum við Sigurður að vita, okkur til mikilliar ánægju að við værum að fara í bæ sem heitir Almeria á Rolling Stones tónleika. Það tók þriggja tíma rútuferð að komast þangað en VÁ það var sko alveg þess virði. Þetta var ROSALEGT, við sátum í efstu röð til hliðar við sviðið og sáum allt MJÖG vel. Sátum svo nálægt að við gátum talið hrukkurnar á þeim.
Ég ætla að reyna að setja inn nokkur video frá tónleikunum.
En já svo fóru foreldrar Sigurðar heim á miðvikudeginum og við vorum tvö eftir fram á sunnudag. Ég og Sigurður kíktum til Cartagena, lentum í mega töf á leiðinni heim. Svo var það bara afslöppun og eins mikið sólbað og við nenntum, sundlaugin var skemmtilegri en við vorum nú ekki beint dugleg í sólbaðinu. En svo áttum við flug klukkan 20:25 frá Alicante og vorum í rosalegu panici að taka til og koma okkur út, gleymdu að taka myndir af íbúðinni og skirfa í gestabókina. Svo skiluðum við bílnum og sáum þegar við komum inn til að tékka okkur inn að fluginu var seinkað til 01:56. Þannig að við biðum í rúma 7 tíma á flugvellinu, fengum reyndar mjög góðan mat til að bæta þetta upp. Flugið fór svo klukkan 2:30, eftir langa bið. Ég og Sigurður höfðu 3 sæti fyrir okkur 2 þannig að ég gat legið. Svo lentum við á Kastrup klukkan 05:45 og fórum heim og sváfum í þægilegum rúmum.

Jæja þá er þetta nóg í bili og ég vil bara biðja þá sem að nenntu að lesa þetta að kvitta fyrir sig og sýna hvað þeir voru duglegir að lesa.
Næsta færsla kemur kannski áður en við förum til Íslands.
Until then........ Punky Out!!!!

4 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég nennti að lesa :)

Nafnlaus sagði...

Vá skemmtilegt að þau skyldu bjóða ykkur á tónleikana, hefur örugglega verið frábært :) Sé að þið eruð orðin mjög svo brún! Hlakka til að sjá ykkur þegar þið komið heim.

Nafnlaus sagði...

Svona á blogg að vera, það held ég nú. Væri samt gaman að komast að því hvort að Mallorca-Siggi hefði látið sjá sig ;)

En ef þetta er ekki tíminn til að skilja eftir eins og eitt comment þá veit ég ekki hvað.

Ætla samt ekkert að demba einhverri ritgerð heldur miklu frekar hitta á ykkur þegar þið eruð komin aftur heim.

Verið hress, ekkert stress og ...sjáumst

Sigz sagði...

jebb, þetta voru mjög svo geggjaðir tónleikar...
..en "Mallorca Siggi" lét nú ekki sjá sig þar sem ég var ekki á Mallorca ;) hehe...

já það verður gaman að hitta ykkur öll þegar við komum heima ;)

kv.
sigz