Jæja við erum komin heim og erum ekkert á leiðinni í burtu á næstunni.
En já við komum heim föstudaginn 13 júlí og núna ætla ég að segja ykkur aðeins frá ferðasögunni okkar.
Við semsagt komum okkur út á Kastrup og fórum í Tax Free, sem var MIKIÐ vesen og við þurfum að senda afrit til þeirra um að við séum búin að skrá okkur inn í landið til þess að fá tax freeið. Jæja svo fórum við í dúber langa röð að Check in borðinu. Svo komumst við loksins að og þurftum ekki að borga meira en 1500 danskar krónur í yfirvigt (do the math).
Svo tókst okkur að komast í gegnum tollinn með fullt af handfarangri og þegar við vorum nýkomin inn í fríhöfnina þá fengum við að vita að það var klukkutíma seinkun.... wooohooo.
Við fórum að fá okkur að borða, ég, tinna, búin að missa matarlist á þessu veseni og ég var svo vitlaus að segja við Sigurð "Það hlýtur eitthvað meira að gerast, taskan mín kemur ekki eða eitthvað"
En jæja við fórum í vélina og flugið gekk bara nokkuð vel, fékk íslenskt súkkulaði og sonna. Svo lentum við og kíktum í fríhöfnina og keyptum smá nammi og fylltum upp í áfengistollinn okkar. Svo fer ég að leita að kerru fyrir töskurnar og þegar ég finn Sigurð er hann kominn með sína tösku....... og bíðum....... og bíðum..........og bíðum eftir minni tösku þangað til að við sáum fram á það að ég hafi haft rétt fyrir mér.............. taskan mín kom ekki!!!!!!
Núna er þriðjudagur og ég ekki ennþá búin að fá töskuna mína og veit ekki neitt um hana.
Þið kannski verið svo góð við mig að biðja með mér til guðs um að ég fái töskuna mína óskaddaða.
En jæja nóg um það, við fengum loksins að hitta litla sæta Birni Smára og ég fékk langþráða hammara á föstudagskvöldið og Sigurður fiskinn sinn. Svo seinna um kvöldið fórum við til Þórðar í smá partý.
Laugardagskvöldið fengum við grillaðar nautalundir og kíktum í Heiðmörk þar sem Hildur, kærasta Villa, var með afmælið sitt.
Nenni ekki að skrifa meira um það þannig að ef þið viljið vita eitthvað meira þá talið þið bara við mig eða Sigurð.
En hey hver er game í útilegu um verslunarmannahelgina??????
Comment!!!!!!
Punky Brewster signing out!!!!
Farvel
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
3 ummæli:
Vá meiri óheppnin. Mitt flug gekk nú bara ljómandi vel, ekkert vesen í tax-free, smá yfirvigt, flugið á tíma og farangurinn skilaði sér allur á leiðarenda :)
HEY hvaða töffarar komu til Eyja um verslunarmannahelgina!!!!??? ;o)
Við við við:D
Skrifa ummæli