
Jújú Linda mín við erum á lífi.
Ég var bara alltaf að vona að Sigurður tæki hausinn upp úr bókunum og myndi kannski skrifa eitthvað skemmtilegt hingað inn, en hausinn er bara fastur í bókunum.
Ég hins vegar er ekki þekkt fyrir að vera með hausinn ofan í bókum en ég er nú samt að byrja í prófum. Er að reyna að klára eitthvað sem kallast leiðarbók og gerir mann mjög leiðan og ég vil frekar kalla þetta leiðindabók því að þetta er alveg killer. Ég ætla ekki að gera ykkur það að tala um hana mikið meira.
Ég er allavega komin í smá jólaskap. Bjó til aðventukrans og alles. Búin að kaupa nokkar jólagjafir. Þarf að gera það því að síðasta prófið mitt er 19. des og ég nenni ekki að redda öllum jólagjöfunum á síðustu stundu.
Ég hef nú samt voðalega lítið að segja, ég hlakka bara hrikalega mikið til að losa mig við þessa leiðarbók á morgun þegar ég verð loksins búin með hana. Og get farið að læra aðeins fyrir próf.
Sigurður fer nú samt í síðasta prófið sitt á fimmtudaginn og ég í mitt fyrsta á föstudaginn. En hann er bara búinn þá og enginn meiri skóli á þessu ári. Lucky bastard.....
En ég ætla að klára þessa leiðarbók og deila þessu fallega lagi með ykkur:D
Tinna
1 ummæli:
Gott að heyra :) Var farin að hafa áhyggjur af ykkur!!
Lærdómskveðjur frá Akureyri
Skrifa ummæli