miðvikudagur, 19. mars 2008

Páskar

Jæja loksins smá frí.

Ég er nú búin að reyna að fá Sigurð til að skrifa eitthvað hingað inn, og eins og þið sjáið þá hefur það ekki gengið mjög vel. Þannig að ég ætla að segja ykkur eitthvað sniðugt núna.


Ég var að vinna í gær og það var nú ekkerta rosalega mikið að gera svo að ég fann síðu á netinu með fullt af sjónvarpsþáttum. Á þeirri síðu fann ég gömlu superman þættina Lois & Clark. Vá, hvernig gat maður horft á þetta, ég ELSKAÐI þessa þætti. Í þættinum sem ég sá í gær þá var superman auðvitað að bjarga heiminum frá því að risastór loftsteinn myndi kless á jörðina. Auðvitað var smá twist í þessu þannig að superman missti minnið og vesen en bjargaði nú samt heiminum. En það sem mér fannst alveg fáránlegt, fyrir utan rosa góðu tæknibrellurnar, þá hlýtur Lois að vera ROSALEGA vitlaus að fatta það ekki að maðurinn sem hún er að vinna með er superman. Menn breytast nú ekki svona hrikalega við það að taka af sér gleraugun, sleikja hárið aftur og fara í ljótan spandex galla.

En annars er nú nett gaman að horfa á þessa hálf sorglegu þætti.

Er nú samt orðin Sex and the city sjúklingur núna, Silja lánaði mér alla þættina og ég er alveg hooked. Og hún líklega orðin hooked á Ally McBeal sem ég lánaði henni.


En ég nenni ekki að bulla mikið meira, vonandi skrifar Sigurður eitthvað næst.

Kveðja Tinna Ósk

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Gaman að sjá nýtt blogg:)
Bara meira af þessu og Siggi þú líka maður verður að fá að frétta e-ð af ykkur..

Unknown sagði...

Já loks kom nýtt blogg hjá ykkur !:)

En já hver man ekki eftir Luis og Clark tímabilinu.. ég elskaði þessa þætti !

En hvað þá með Ally McBeal sjitt þeir voru svo skemmilegir...verð að fara að detta í þá aftur :)

Kv. Andrea

Nafnlaus sagði...

Hehehe já ég keypti mér allar seríurnar af Ally McBeal í köben. Ég lána þér þær kannski við tækifæri;)