miðvikudagur, 6. júní 2007

Heimsóknarpása

Úfff jæja maí var soldið gestasamur mánuður, ekki að það sé slæmt alltaf æðislegt að fá fólk í heimsókn, við fengum bara ekki neinn tíma á milli fólks.

En Linda fór heim í gær, var hérna hjá okkur í tæpa viku og það var alveg hrikalega gaman. Ég náði að vera meira með þeim en ég bjóst við en svo breyttist einn vinnudagur hjá mér og þá fékk ég alveg næstum heilan dag með þeim og við fórum þá í tivoli.


En á fimmtudaginn í síðustu viku fórum við yfir til Malmö og Linda sá víst alveg helling af efnilegum kærustum þar en kom samt ekki með einn sænskan gaur yfir aftur.


Svo fór ég að vinna á föstudaginn og í staðin fyrir að vinna til 8 þann föstudag og 2 næsta föstudag þá var ein sem vildi skipta við mig því að hún var að vinna laugardaginn fyrir mig og vildi þá skipta á föstudögunum líka þannig að ég fékk að eyða deginum með Sigurði, Rósu og Lindu. Og við fórum í Tivoli sem var geðveikt gaman og svo á Hardrock að borða. Svo fórum við heim í smá stund og svo kíktum við niður í bæ. Og eins og alltaf þá var mega stuð á Heidi's.



















Jæja svo á laugardeginum voru allir frekar þreyttir eftir föstudaginn og sumir meira að segja þunnir. VIð kíktum í Field's og löbbuðum smá þar og fórum svo út á borða á Jensen's Bøfhus um kvöldið þar sem að ég og Sigurður áttum afmæli, eða við vorum allavega búin að vera saman í svona rúmlega ár þá.





En svo á sunnudeginum fór ég að vinna og hitti þau svo á Islands Brygge og svo kláraðist dagurinn bara í leti. Og ég fór að vinna á mánudag og vann bara til 4 og nenni ekki að útskýra hvers vegna en svo fór ég bara með Sigurði að ná í það sem gerði hann að besta kærasta í hemi og sú ferð tók bara rúman 1 og hálfan tíma en svo fórum við bara heim og fengum okkur McDonald's og sofnuðum óvart kl 10 og vöknuðum svo svona 12 til að fara að sofa.

Í gær lágum við svo bara í sólbaði í garðinum og urðum hrikalega brún.

En nóg í bili, verð samt að segja ykkur að áðan þegar ég labbaði út í búð voru tveir gamlir kallar, sem voru líklega soldið í því að kalla á milli sín yfir götunu og einn kallaði "Veistu.... mér líður eins og 17 ára hérna uppi(og benti á hausinn á sér) og 280 ára hérna niðri (og ég vil ekki vita hvert hann benti)

En farvel.

Tinna Ósk

5 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Takk kærlega fyrir mig, þetta var æðisleg ferð :)

Nafnlaus sagði...

skellið ykkur heim og komið í útilegu með mér:)

Sigz sagði...

jahá, það held ég nú... ég kem heim í útilegu, engin spurning ;)

Nafnlaus sagði...

vúhú!!! rétti andinn....nú líst mér á þig Sigurður....meina langt síðan við höfum farið í mission og gefið hestum bjór og skellt okkur að smala og leikið kindur...(sóley miskildi þetta aðeins og fór að baula)....og ekki gleyma hinni víðrfægu hraðahindrum!!! er búin að vera að hugsa um að taka eina bara ég sjálf en sá svo að það yrði ekkert fútt í því...verð allaveganna að hafa þig í símanum eins og við gerðum þegar þú varst í VestmannaeyIcelands....;)

Nafnlaus sagði...

Hey hvað gerði sigga að besta kærasta í heimi I wanna know darling hahha :D