sunnudagur, 27. maí 2007

Verslunarhelgin mikla

Halló halló.

Nei það var ekki ég sem var að versla. Hún Silja vinkona mín kom í heimsókn þessa helgi og ég hef bara aldrei lent í öðru eins. Sko þegar ég fer að versla þá labba ég inn í búðina, labba svona þannig að ég geti séð úr smá fjarlægð hvort að ég sé eitthvað spennandi, ef ég sé eitthvað spennandi labba ég að þeim hlut og held svo áfram að skoða úr smá fjarlægð. Þannig finnst mér best að versla. Mér finnst gaman að versla en ég vil ekkert vera að taka neitt of langann tíma í þetta og prófa ekki það sem ég veit að verður asnalegt á mér.
Svo kemur týpan eins og Silja er, labbar inn í búð og að fyrsta rekka af fötum og togar út allt sem gæti hugsanlega, líklega ekki verið svo fáránlegt og klárar þann hluta búðarinnar þannig, og þá oftar en ekki með 5 flíkur í fanginu. Svo er komið að næsta hluta og sá hluti er tekinn eins bara aðeins lengur og stundum beðið um hjálp við að toga fötin út því að hinar 5 flíkurnar eru fyrir. Svona er búðin tekin öll og alltaf bætast 2 til 5 flíkur við í hverjum hluta. Svo þarf að máta, sem tekur sinn tíma en alltaf bara svona 10 til 50% fatanna keyptur.
Ég nota hina taktíkina því að ég er ekki beint þolinmóð týpa.
En já Silja kom hingað og bætti upp þá þyngd sem hún var með í töskunni fyrir mig þegar hún kom út með fötum og skóm sem hún keypti hérna. Ég fékk nebblega fullt af nammi:D og Pulsur:D
En þessar verslunarferðir gerðu mér þann greiða samt að ég á ekki eftir að fara í Field's eða Fisketorvet nema að ég nauðsynlega þurfi. Sem er góður hlutur því að ég ætla mér ekki að versla neitt af viti áður en ég fer heim, nema það sem ég á til hliðar í Topshop.
Ég ætla bara að enda fræsluna á því að láta fólk vita það að ég er búin að komast að því að ég á besta kærasta í heimi. Forvitnir verða bara að spurja mig eða hann en svo eru nokkrir heppnir sem vita afhverju;)
En í millitíðinni
Auf Wiedersehen eða eins og við danirnir segjumFARVEL

Með venlig hilsen
TinTin

Engin ummæli: