þriðjudagur, 15. maí 2007

Keðjuslit

Já,

þessi hjól eru alveg að gera út af við mig, það er ekki nóg að þurfa annað hvort að kaupa nýja slöngur eða þá að bæta götóttar slöngur. Það er orðið frekar leiðinlegt að stússast í því.

Ég keypti hér 2 hjól í köben, fyrst eitt og svo annað, en ekki bæði í einu. Fyrra hjólið var gírahjól sem var víst algjört drasl og ég nennti ekki að vera á því svo að ég keypti mér annað hjól, sem er svona hálfgert dana-hjól nema ekki eins stórt og ég sit ekki með beint bak eins og stelpur gera, en það eiga að vera e-ir 5 gírar á því sem ég eiginlega er búinn að eyðileggja af slysni. En fyrir þetta seinna hjól voru frambremsurnar frekar lélegar og vírinn að slitna, svo ég sleit hann auðvita með minni handlægni. Svo að ég tók frambremsuvírinn á fyrra hjólinu og setti hann á hjólið, loksins gat ég farið að bremsa aðeins fastar þar sem ég þoli ekki fótbremsur!! Ekki leið á löngu þegar keðjan á hjólinu mínu var alltaf að fara af og ég skyldi ekki alveg af hverju það væri en ég hélt að það væri vegna þess að mér tókst að eyðileggja gíranna eins og margt annað. Þannig að ég vissi ekki alveg hvernig ég átti að fara að því að laga það. þar sem maður mátti ekki hjóla í smá ójöfnu og þá datt keðjan af, frekar pirrandi þar sem malbikið hérna er ekki alveg það besta. Tinna var búin að lenda í því þegar hún fékk hjólið mitt lánað til að hjóla út í búð þar sem dekkið á hennar hjóli var sprungið //surprise, surprise !!// en þá datt keðjan af 4 sinnum á ekki mjög svo langri vegalengd. Villi kallinn var hérna fyrir stuttu ásamt sinni heitelskuðu, hann fékk tryllitækið lánað út á lestarstöð og út á bensínstöð því að það var smá rigning, hann lennti einmitt í því að keðjan fór af hjá honum 3-4 sinnum á þessari leið og þá akkúrat þegar rigningin var hrikalega mikil enda kom hann heim rennandi blautur.
Síðasta föstudag skellti ég hólinu á hvolf og tékkaði á þessu og þá hafði einn hlekkurinn á keðjunni brotnað öðru megin, svo að ég keypti nýja keðju út í superbrugsen í mínu pirringskasti yfir þessum hjólum og keypti einu keðjutegundina sem til var í versluninni og auðvita spáði ég ekkert í særðinni á keðjunni!!
Þegar ég var búinn að slíta keðjuna af hjólinu og ætlaði að skella nýju á, þá var hún of stór //damn it!! ggrrr//, ekki sáttur. Hún var alveg 10 hlekkjum og löng og engin möguleiki fyrir mig að stytta hana. Svo ég leit á fyrra hjólið og datt í hug að geta ekki notað nokkur tannhjól þar til að geta notað nýju keðjuna. Jújú, kallinum tókst það með mikilli þrautsegju að mixa þessi 2 hjól saman svo að keðjan passar á hjólið.
Það er reyndar einn galli við þetta sem ég á eftir að hella mér útí að laga en það er að ég verð að spinna mér vel í jörðina þegar ég fer af stað þar sem ég næ ekki mikilli hröðun með petölunum. Ég get hjólað á jöfnum hraða án mikils vandræða og með ekki mikillri en þó jafnri hröðun til að komast aðeins hraðar. Það nefnilega klikkar alltaf í þessum tannhjólum og þau færast þá leyftursnöggt aftur þegar ég ætla að spinna í petalana og ná einhverjum hraða. EKKI SÁTTUR en þó fín redding.

Þarna var ég búinn að taka tannhjólin af fyrra hjólinu (frekar ljótt hjól, er það ekki?)

Þarna eru tannhjólin og keðjan komin á

Svona var það áður en ég breytti því (efri)(reyndar annað hjól á þessari mynd en..). Svona er það núna (neðri)



kv.

sigz

p.s. á einhver góðan bíl handa mér til sölu þegar ég kem heim
(Það er LANG BEST ef hann er BMW ;))

Engin ummæli: