fimmtudagur, 17. maí 2007

Sterling

Já, ég var farinn að halda það að við kæmumst ekki til Spánar í sumar þar sem að flugmenn flugfélagsins Sterling sem er í eigu íslenskra fjárfesta voru búnir að hóta því að fara í verkfall ef ekki væri gengið að launakröfum þeirra. Ef að niðurstæðan hefði verið sú að þeir færu í verkfall þá væri engin Spánarferð hjá okkur í sumar þar sem að Sterling myndi ekki þola meira en 2ja daga verkfall og þá væri það farið á hausinn!! Sem er ekki alveg nógu sniðugt fyrir okkur :/ fyrr í vikunni kom fram sú tilkynning að verkfallið hjá flugmönnum Sterling átti að taka gildi kl.6 í morugn (fimmtudag) en talað var um í vikunni að líklegt væri að því myndi verða frestað fram yfir hvítasunnuhelgina. En svo kom það fram eftir langar samningaviðræður að verkfallinu hafi verið frestað til 19. júní ef flugmennirnir myndu fella samninginn með atkvæðagreiðslu sem gerður var.

Þannig að það er vonandi að þessir flugmenn sjái við sér og taka þessu tilboði eða fresta verkfallinu ennfrekar þangað til að við þurfum ekki lengur á því að halda. Svo það er bara að krossleggja fingurna og vona það besta að þeir komist að góðri niðurstöðu svo maður missi ekki af Spánarferð.

kv.
sigz

6 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Spánar!! piff koddu frekar til Íslands í heimsókn til mín svona einu sinni!!! ha Sigurður hvernig væri það??

Sigz sagði...

Já, Erna mín það er orðið frekar langt síðan við höfum hist :( og það er orðið FREKAR langt síðan við höfum tekið eina skemmtilega hraðahindrun saman ha!! en það er nú ekki langt þangað til að maður kemur heim í heimsókn... kem 13.júli ;)

Nafnlaus sagði...

þarna líst mér á þig strákue!!!! þá verður sko farið í hestaleikinn (beyja hægri vinstri og það) mission og hraðahindrun!!!! Sjibbí maður ég er mega spennt:)

Nafnlaus sagði...

Vá Siggi, tvö blogg í röð!!
En ég vona að þú sért farinn að telja niður dagana þar til ég kem :)

Sigz sagði...

Ó já, þar er ég að gera, ég get bara ekki sett svona teljara á bloggið nema ég kunni að forrita hann en ég er ekki svo góður í því ;) .. mér er farið að hlakka dáldið mikið til að fá þig í heimsókn ;)

..svona er ég orðinn góður í þessu bloggi sko ;)

en Erna við þurfum sko að æfa þennan hestaleik aðeins betur ;)..er orðinn gíga spenntur
///sigz

Nafnlaus sagði...

já gad það verður mission í því og bara æfingar einu sinni í viku!!!!:)