Já eins og síðustu ár þá rústuðum við þessari eurovisionkeppni með stæl..... iihhhhh nei bara djók. Það á að skipta þessari keppni í 2 hluta. Sko mín hugmynd er að austurevrópa haldi forkeppni og velji einhvern hluta af þessum 24 lögum í lokakeppnina og svo restin af evrópu geri það sama.
Það var SVOOO mikið af pissupásu lögum, sum meira að segja pásur fyrir númer 2 if you know what I mean. (Þið sem þekkið ekki pissulögin þá eru það atriðin sem maður notar í að fara á klósettið og jafnvel ná í áfyllingu á drykkinn sinn eða meira nammi/snakk). Vinningslagið var einmitt svona pissulag, kona í gerfi 12 ára stráks að reyna að sygja og vera skrýtin.
En já nóg af þessari æðislega skemmtilegu keppni. Ég er víst farin að tala uppúr svefni eins og ég gerði einu sinni, eða meira bulla. Sigurður spurði mig meira að segja eitt skiptið hvað ég sagði og ég svaraði að ég skildi mig ekki. Og já þið sem voruð að pæla þá er hann Sigurður Örn á lífi, bara soldið mikið að læra og afleiðingar mikils lærdóms hjá honum eru þær að ég er búin horfa á 15 Veronicu Mars þætti síðan á fimmtudag. Jahá sko ég og Veronica erum sko BFF's(Best friends.... forever) Ein vandamálið hjá mér núna er það að það eru bara komnir 17 þættir af þriðju seríu inn á netið og þegar ég klára þá, þá er eins og besta vinkona mín fari alltaf í frí á vikufresti.
HAHA það á greinilega einhver í blokkinni minni eða mjög nálægt mér SingStar því að það er lag í gangi akkúrat núna og alltaf heyrist einhver syngja með..... kannski er það sá sami og á líklega dansleik í einhverja tölvu, því að í gær hristist allt hérna og alltaf sama lagið í gangi, það var eins og einhver væri í kapphlaupi á hæðinni fyrir ofan.
En jæja ég held að 16 þáttur með henni vinkonu minni sé kominn inn á tölvuna, þarf að hitta hana.
Farvel.
Tinna
Gerast áskrifandi að:
Birta ummæli (Atom)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli