þriðjudagur, 18. september 2007

POLO!!

Já, það held ég nú...

Kallinn ákvað það núna að fá sér ekki BMW þar sem þeir grafa dáldið djúpt í vasa námsmannsins og skilur eftir sig stóra holu í vösunum. Svo það var ákveðið að kaupa glænýjan VW POLO 1.4 sem virkar bara þokkalega vel enda er hann mun sparneyttari en BMW bifreiðar. En hér koma myndir af honum ég náði ekki að taka betri myndir en þessar þar sem vélin var í einhverju fokki og hinir dagarnir á eftir voru með sama skítaveðrið eins og vanalega (nema kannski í dag)...







Það koma svo vonandi betri myndir með batnandi hausti ;)

kv.
Sigz

föstudagur, 7. september 2007

Skítaveður!

Það er ótrúlegt hvað lok ágúst og byrjun septemer er alltaf skíta-haustveður með tilheyrandi roki og rigningu með yfirvofandi þungbærum, gráum osg skítugum skýjum. Stunum eru báðir þessir mánuðir fullir af subbuveðri og maður getur ekkert að því gert nema bara klæða sig aðeins betur, þetta er bara rugl!! Ég held að það bendi bara allt til þess að ég þurfi að mæta í pollagallanum á landsleikinn á morgun ef það á að halda áfram að vera svona blautt úti með tilheyrandi vindi. Það er spurning hvort maður ætti að taka með sér heitt kaffi í staðinn fyrir bjór á leikinn...?

kv.
Sigz