föstudagur, 7. september 2007

Skítaveður!

Það er ótrúlegt hvað lok ágúst og byrjun septemer er alltaf skíta-haustveður með tilheyrandi roki og rigningu með yfirvofandi þungbærum, gráum osg skítugum skýjum. Stunum eru báðir þessir mánuðir fullir af subbuveðri og maður getur ekkert að því gert nema bara klæða sig aðeins betur, þetta er bara rugl!! Ég held að það bendi bara allt til þess að ég þurfi að mæta í pollagallanum á landsleikinn á morgun ef það á að halda áfram að vera svona blautt úti með tilheyrandi vindi. Það er spurning hvort maður ætti að taka með sér heitt kaffi í staðinn fyrir bjór á leikinn...?

kv.
Sigz

2 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Rosalega ertu farinn að standa þig vel í blogginu!!
Þú verður bara að koma til Akureyrar, fínasta veður hér :)

Nafnlaus sagði...

Þú mátt ekki vera með bjór á leiknum!! ....svo að kaffið hefði örugglega verið fínt :) Annars var ég bara í kjól og opnum skóm, var orðið soldið kalt í lokin... En þrátt fyrir það skemmti ég mér konunglega :)