fimmtudagur, 3. maí 2007

Tivoli-li-li

smá stund



Jæja ég var alltaf að bíða eftir því að Sigurður myndi skrifa blogg en ekkert hefur gerst svo ég ætla bara að taka málin í mínar hendur.



Við semsagt erum með smá gestatörn hérna núna, þar sem að mamma Rósu og tvö bræðrabörn hennar voru hérna í síðustu viku, eða frá fimmtudegi til þriðjudags. Svo í gær komu Villi og Hildur kærastan hans í heimsókn til okkar og ætla að vera fram á miðvikudag.



Í dag fórum við í Tívoíið og alveg misstum okkur í tækjunum. Byrjuðum á að fara í eitt nýja tækið, Himmelskibet sem var frekar gaman. Svo vorum við forvitin að vita hvað Den Flyvende Kuffert væri og komumst að því að það er svona vagn sem fer í gegnum ævintýraland H.C. Andersen og það var alveg rosalegt, massív spenna;)



Svo fórum við í stóra rauða rússíbanann og ég og Villi vorum alveg að skíta á okkur, skildum ekki alveg hvað við vorum að gera, hvað þá að Hildur dró okkur í það að sitja fremst, en rússíbaninn var tærasta SNILLD. Eftir það fórum við í litla rússíbanann Odin express, sem var bara fyndinn, reyndar pínu þreytandi en samt fínn.



Svo fórum við aftur í stóra rússíbanann og aftur sátum við fremst, reyndar ekki jafn spennandi og fyrst en alls ekki leiðinlegt.



Einhverstaðar á milli þessara tækja fórum við reyndar í svona skjóti, kasti og solleis dót og unnum nokkra bangsa. Sigurður var svo duglegur að kasta fyrir mig að ég fékk sætasta bangsa í heimi.



Svo náði Hildur, eftir miklar vangaveltur, að draga okkur í fallturninn og SJITT, ég hef aldrei lent í öðru eins. Maður var sko með hjartað í hnésbótunum á leiðinni upp(komst ekki neðar, var með beygð hné) og svo var maður stopp uppi, svo bara allt í einu, PÚMM niður og ég hef aldrei á æfinni öskrað svona mikið, ég er ekki þekkt fyrir að öskra yfir neinu en SCHEISE sko. Við öskruðum öll nema Villi sem fraus bara.



Jæja, maður ætti kannski að gá hvort að fólk er á lífi hérna, Sigurður inni í herbergi með bjór og Villi og Hildur sofandi í sófanum.




Until next time



Punky OUT

3 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég verð nú að játa að ég var komin með soldið leið á að sjá þessa blessuðu kónguló í hvert skipti sem ég kom hérna inná. Hehe, var farin að efast um að þið ættuð ykkur eitthvað líf þarna en síðan eruði bara að leika ykkur í tívolíinu :D

Það er ALLTAF verið að spila total eclipse of the heart hérna á klakanum, soldið furðulegt að syngja það án þín Tinna..... :S

Kiss og knús :D

Unknown sagði...

jæja systir góð...gott að heyra að þið skemmtið ykkur í tívolí.
Og já ég er sammála Herdísi að loksins kom inn eitthvað annað er kóngulóin sem ég var farin að venjast og hélt að væri bara svona wallpaper á síðunni ykkar. ;0)

hlakka til að sjá ykkur

kv. Guðbjörg

Nafnlaus sagði...

þetta var bara gaman í tivoli svo komum við aftur eftir mánuð til að nota frímiðana okkar í bon bonland ;) hehe