mánudagur, 21. maí 2007

Tyskland!?

Maður hefur alveg óstjórnlega mikla löngun til þess að taka eins - tveggja daga roadtrip, í lest, til þýskalands og kaupa mér einn bíl og koma með hann heim til Íslands. Til þess að það gæti gengið upp þyrfti ég að:


  1. hanga á netinu til að finna mér rétta bílinn, BMW Z3 coupe,
  2. passa upp á að hann sé staðsettur í hæfilegri fjarlægð frá Danmörku,
  3. hafa samband við eiganda,
  4. redda mér pening þar sem ég er fátækur skiptinemi í Danmörku,
  5. kaupa lestarmiða til Þýskalands, ferðin myndi örugglega taka 10-12 tíma þar sem líklegt væri að bíllinn myndi vera staðsettur í mið-Þýskalandi.
  6. kaupa bílinn og aðra hluti sem mér myndi detta í hug,
  7. redda bráðabirgða tryggingu,
  8. KEYRA kaggann norður til Danmerkur ;),
  9. vera á honum þangað til ég færi heim ;),
  10. keira hann svo í Norrænu,
  11. kaupa far fyrir hann,
  12. reddar sér í lest til baka til Köben.

Þegar komið er heim til Íslands þyrfti ég að:

  1. fara austur og leysa bílinn út hjá Norrænu,
  2. borga vsk, toll og annan kostnað sem fylgir þessu,
  3. borga skráningu, tryggingu ofl.,
  4. KEYRA til Rvík. ;),
  5. Ég svaka ánægður ;) en stórskuldugur :/.
Svo er örugglega e-ð annað sem þarf að gera sem ég hef gleymt að nefna, þannig að það er ekki svo líklegt að þetta verði framkvæmt.


Ég og Tinna fórum í bíó á föstudaginn síðasta og fórum á "spiderinn". Þetta byrjaði reyndar þannig að ég hitti Tinnu eftir að hún var búin að vinna korter yfir átta og þá ætluðum við að fá okkur að borða og fara svo í bíó. Tinna kom með þá hugmynd að fara á hardrock cafe og fá okkur að borða þar og sleppa bíóinu, en mig langaði nú til að fara í bíó þannig að það kom ekki alveg til greina þannig að við slurkuðum í okkur borgurum, frönskum og pepsíi og örkuðum svo af stað í átta að bíóinu. Á leiðinni yfir ráðhústorgið sáum við þvílíkan bílaflota af gömlum köggum, alveg þvílíkt magn af flottum gömlum bílium eins og Ford Mustang shelby '67 ofl. ofl. þetta var alveg mögnuð sjón og ég bölvaði því alveg í sand og ösku fyrir að vera ekki með myndavélina á mér :( Svo þegar nálgaðist bíóið var gríðarlegur fjöldi á torginu fyrir utan það enda streymdu gömlu kaggarnir fram hjá bíóinu og eyddu tæum þar fyrir utan, tóku nokkra drifthringi og allir klöppuðu og það var voða gaman. Fyrir utan bíóið voru svo allir aðal bílarnir til sýnis gamlar flottar corvette-ur og hot-road bílar. Núna var komið að mér að vilja ekki far aí bíó og staldra við og horfa á sýninguna :D en Tinnu fannst það ekki nógu spennandi þannig að hún notaði neitunar vald sitt og við drifum okkur í bíó á "Spiderinn".

kv.

sigz

14 ummæli:

Nafnlaus sagði...

Ég skal koma með þér til Þýskalands! :) hehe

Nafnlaus sagði...

Afhverju kem ég rosalega illa út úr þessu, eins og ég stjórni þér alveg eins og ég sé með fjarstýringu á þig

Nafnlaus sagði...

Smá svona vesen með bílinn...en góð hugmynd ;) híhíhí...
En hvernig var "Spiderinn"??

Nafnlaus sagði...

já linda ég skal hafa þig í huga ef ég legg í þetta...

Tinna mín þú kemur ekkert ill út úr þessu, ég sagði fyrst "nei förum í bíó" og svo sagðir þú "nei förum í bíó" þannig að við erum jöfn þarna ;)

En já "Spiderinn" var bara ágætur, fín afþreying, mér finnst allar þessar "Spider-myndir" vera mjög svo svipaðar...

Nafnlaus sagði...

Shii, djöfull hefði maður verið til í að sjá þessa samkomu þarna! Haha og voða erum við strákarnir e-ð einfaldir, bara nógu mikil vélaröskur, reykur og gúmmílykt og þá brosum við allan hringinn:D

Og nei það væri sko EKKI leiðinlegt að taka svona þýskalandferð, en veit ekki hvort maður myndi leggja í það svona sjálfur án þess að vera í sambandi við fagmenn eða þá allavega kynna sér þetta í ræmur og vera þokkalegur í þýskunni. En já þetta er svosem ekkert það mega mál bara á meðan maður undirbýr sig nógu vel, go for it!!:D

Tinna -> eins og...??!!;)

Nafnlaus sagði...

reyndar fást þessir bílar á mjög góðu verði hér heima, myndi reyna að falast eftir þeim hér fyrst, ódýrara heldur en að flytja inn sýnist mér. Þannig að ég myndi ekkert endilega vera að stressa mig á þessu þarna úti, þótt það væri helv gaman að vera á svona bíl þarna úti!

Nafnlaus sagði...

herðu það er nú bara þannig mál með vexti að hann Friðrik frændi á Mustang shelby sem er 800 og e-ð hestöfl glæ nýjann sem hann var að ná í frá BNA:)

en hérna svona líka af því að Stefán er að tala um vélaröskur, gúmmílykt og vesen....munið þið þá ekki eftri því þegar við fórum á humarhátíð og sáum Burn out keppnina og það var nú bara þessi mikili miskilningur að ég hélt að allir væru að reyna að draga gröfuna og skildi ekkert í því af hverju það voru alltaf notaðir sovna litlir og druslubílar!!!;) hahha

Nafnlaus sagði...

Hehehehe Erna, þú ert ágæt ;)
En vá hvað ég væri til í að endurtaka útilegu í anda humarhátíðar í sumar... Það var snilldar ferð!

Nafnlaus sagði...

haha erna ég var búinn að steingleima þessu:D En já, hmm 800+ hestöfl, þarft nú að fá aðeins betri staðfestingar á því. Sá ALLRA öflugasti sem ég finn er þessi:

http://cgi.ebay.com/ebaymotors/650-HP-2007-Shelby-GT500-KR650-KING-OF-THE-ROAD_W0QQitemZ110129093313QQihZ001QQcategoryZ6236QQrdZ1QQcmdZViewItem

650hö og þá erum við að tala um verulega tjúnaðan bíl og helling af $$$$ enda e-r mega special edition í takmörkuðu upplagi. Og það er nú ekkert grín að kreista þetta ennþá meira uppí 800+. En alveg hægt, bara verulega, VERULEGA stór pakki. Reddaðu betri upplýsingum um þessa græju er virkilega forvitinn!!

og já þurfum algjörlega að taka bara nógu mikið af góðum útilegum í sumar, er bara kominn í gírinn í góða veðrinu sem er núna!!:D

Nafnlaus sagði...

Stefán talaðu bara við pabba minn...hann sagði mér þetta og ég er veit alveg hvað ég er að tala um:) væri nú ekki að plata hérna á veraldarvefnum...:)

skal taka þig í road tripp og sýna þér hann bara!!!:)

En ég er meira en geim í útileigur í sumar:)

Nafnlaus sagði...

Já það þurfti ekki meira til að fá mig til að brosa ;) hehe

en já það væri geggjað að fara suðureftir, en það væri betra að fá einhvern sem þekkir businessinn betur þarna í þýskalandi

djöfull man ég eftir þessu á höfn þegar þeir voru að reyna að "draga" gröfuna...hehehehe

Nafnlaus sagði...

ójá, þú ert sko klárlega að fara að sýna mér þetta tæki erna! og, nei ég er ekkert að segja að þú sért að ljúga.... þú bara veist ekki betur, hahhaahaha:D Hehe nei segi svona, eins og ég segi, ég er ekkert að draga þetta í efa, langar bara heví til að sjá þetta tæki og fá meiri upplýsingar, er alveg að digga þessa mustanga!!

...og hvað, erum við þá ekki að tala um útilega næstu helgi, 1sta helgin í júní??? og gert ráð fyrir fínu veðri m.a.s :D

Nafnlaus sagði...

Ég veit alveg hvað ég er að tala um:) bara svo þú vitir það!!

Núna um helgina...útilega.....það er aldeilis að það er verið að drífa sig að þessu:) hehe

Nafnlaus sagði...

já um að gera að drífa bara íessu:D

en jaa kannski bara bæjardjamm, langt síðan maður hefur tekið það með verslógrúpp!

Við erumlíka að tala um no limits 90´s sumarball á nasa, 1.jún!!!

En er ekki annars e-ð að gerast um helgina??

og já sorry siggi og tinna að ég sé búinn að stela síðunni í chat ;)