
mánudagur, 3. desember 2007
Jú jú við erum á lífi!!

föstudagur, 2. nóvember 2007
Hvaða dagur er í dag??
Ég veit það..... Fyrir 22 árum kom hann Sigurður Örn Karlsson öskrandi og spriklandi í heiminn og í dag verður hann 22 ára gamall.
Vildi bara láta ykkur vita af þessu og óska honum í leiðinni innilega til hamingju með þennan merkisdag.
Afmæliskveðja
Tinna Ósk
föstudagur, 12. október 2007
Ghost Hunters
Ég hef eiginlega ekkert að segja en ég varð bara að skrifa eitthvað hingað inn svo fólk færi ekki að hafa áhyggjur af okkur.... bara að við værum enn á lífi og solleis.
Ég veit ekki hvort ég á að segja frá því en ég er svo sorgleg að núna tvo daga í röð hef ég dottið inn í ömurlega sápuóperu frá Venesúela sem er á stöð2 sem heitir Ser bonita no basta. Alveg sorglegt sko...... endilega bjargið mér frá þessari glötun;)
Kvejða TinTin
þriðjudagur, 18. september 2007
POLO!!
Kallinn ákvað það núna að fá sér ekki BMW þar sem þeir grafa dáldið djúpt í vasa námsmannsins og skilur eftir sig stóra holu í vösunum. Svo það var ákveðið að kaupa glænýjan VW POLO 1.4 sem virkar bara þokkalega vel enda er hann mun sparneyttari en BMW bifreiðar. En hér koma myndir af honum ég náði ekki að taka betri myndir en þessar þar sem vélin var í einhverju fokki og hinir dagarnir á eftir voru með sama skítaveðrið eins og vanalega (nema kannski í dag)...
kv.
Sigz
föstudagur, 7. september 2007
Skítaveður!
kv.
Sigz
föstudagur, 31. ágúst 2007
Nú er langt um liðið...
Það er afskaplega þægilegt að vera kominn aftur í HR, ég er ekki frá því að ég var farinn að sakna þess að vera hér. Fyrir utan það að það er alltaf nóg að gera, maður er alltaf að kafna í bókum og lærdómi, sem er bara gaman annars væri maður ekki í þessu rugli.
Ég vinn óðum höndum í því að reyna að finna mér nýjan bíl í stað gamla bílsins sem ég þurfti að selja, blessuð sé minning hans. Enda á ég frekar erfitt með að ákveða hvaða týpu af BMW ég ætla að fá mér núna, en vonandi dett ég niður á e-n góðan sem á ekki eftir að svíkja mig!!
Þeir bílar sem ég er að spá í að fara að skoða eru þessir:
BMW 325 - nema þessi er heldur dýr
BMW 540iA
og svo e-r svona svipaðir bílar.
..en já, það er gaman að þessu..
kv.
Sigz
þriðjudagur, 17. júlí 2007
Komin á hlýja klakann
En já við komum heim föstudaginn 13 júlí og núna ætla ég að segja ykkur aðeins frá ferðasögunni okkar.
Við semsagt komum okkur út á Kastrup og fórum í Tax Free, sem var MIKIÐ vesen og við þurfum að senda afrit til þeirra um að við séum búin að skrá okkur inn í landið til þess að fá tax freeið. Jæja svo fórum við í dúber langa röð að Check in borðinu. Svo komumst við loksins að og þurftum ekki að borga meira en 1500 danskar krónur í yfirvigt (do the math).
Svo tókst okkur að komast í gegnum tollinn með fullt af handfarangri og þegar við vorum nýkomin inn í fríhöfnina þá fengum við að vita að það var klukkutíma seinkun.... wooohooo.
Við fórum að fá okkur að borða, ég, tinna, búin að missa matarlist á þessu veseni og ég var svo vitlaus að segja við Sigurð "Það hlýtur eitthvað meira að gerast, taskan mín kemur ekki eða eitthvað"
En jæja við fórum í vélina og flugið gekk bara nokkuð vel, fékk íslenskt súkkulaði og sonna. Svo lentum við og kíktum í fríhöfnina og keyptum smá nammi og fylltum upp í áfengistollinn okkar. Svo fer ég að leita að kerru fyrir töskurnar og þegar ég finn Sigurð er hann kominn með sína tösku....... og bíðum....... og bíðum..........og bíðum eftir minni tösku þangað til að við sáum fram á það að ég hafi haft rétt fyrir mér.............. taskan mín kom ekki!!!!!!
Núna er þriðjudagur og ég ekki ennþá búin að fá töskuna mína og veit ekki neitt um hana.
Þið kannski verið svo góð við mig að biðja með mér til guðs um að ég fái töskuna mína óskaddaða.
En jæja nóg um það, við fengum loksins að hitta litla sæta Birni Smára og ég fékk langþráða hammara á föstudagskvöldið og Sigurður fiskinn sinn. Svo seinna um kvöldið fórum við til Þórðar í smá partý.
Laugardagskvöldið fengum við grillaðar nautalundir og kíktum í Heiðmörk þar sem Hildur, kærasta Villa, var með afmælið sitt.
Nenni ekki að skrifa meira um það þannig að ef þið viljið vita eitthvað meira þá talið þið bara við mig eða Sigurð.
En hey hver er game í útilegu um verslunarmannahelgina??????
Comment!!!!!!
Punky Brewster signing out!!!!
Farvel
mánudagur, 9. júlí 2007
Finnbogi og Spánn
En þar sem það er frekar langt síðan að það kom eitthvað update um hvað er að gerast hjá okkur þarf ég kannski líka að segja eitthvað um hvað var í gangi áður en við fórum til Spánar.
Ég hætti að vinna þann 13. júní........ og það var æði. Ég hitti Hlyn frænda í bænum og hann splæsti hádegismat svo elti ég hann í bænum, bauð honum svo í mat og fylgdi honum svo út á flugvöll.
Svo mánudaginn 25 júní kom Finnbogi í heimsókn. Hann missti sig aðeins í Jack&Jones þar sem að mest allt í búðinni var á 100dkk og ég eyddi smávegis þar í leiðinni á hann Sigurð. Svo fór vikan í að kíkja í bæinn, nokkrum sinnum í Field’s og vera “hooked” á Ally McBeal, og eftir það var lagið Hooked on a Feeling (ooga chacka) rosalega vinsælt hjá okkur. Á föstudeginum bauð Finnbogi okkur svo á Hard Rock og við ætluðum svo á djammið í Köben sem tókst svo vel að við náðum lest heim, og það var ekki síðasta lestin heldur bara lest um kl rétt fyrir 12. Sumir drukku of mikið fyrir matinn og voru orðnir svolítið þreyttir um hálf 12........ nefni engin nöfn.
Svo á laugardeginum fórum við í dýragarðinn og það var æði, skemmtum okkur frekar vel yfir dýrunum, þá sérstaklega ýkornunum og ég gleymdi mér inni hjá fiðrildunum með myndavélina. En svo um kvöldið var smá partý, Silja, Ásta Júlía, Tinna og Stebbi kíktu í heimsókn og voru hjá okkur til um 3 og svo átti Finnbogi flug heim klukkan 7:50 þannig ég fór ekki að sofa en Finnbogi og Sigurður sofnuðu smávegis. Ferðin með Finnboga út á flugvöll var viðbjóður en það var gott að komast heim að sofa.
En já svo þann 27 júní 2007 fórum ég og Sigurður til SPÁNAR!!!!
Keyrðum áfallalaust frá flugvellinum í Alicante að þessu líka æðislega húsi á spáni, og fórum og fengum okkur að borða. Urðum fyrir smá vonbrugðum með kínamatinn sem okkur langaði svo í en hann var nú samt ekki vondur.
Svo tók sólin bara við daginn eftir, nenntum því frekar lítið en sátum úti þangað til við fórum HRIKALEGA svöng í búðina og keyptum AÐEINS of mikið.
Svo komu foreldrar Sigurðar á föstudeginum og svo fórum í í óvissuferð á laugardeginum.
Pabbi hans Sigurðar var búinn að tala um að hann ætlaði með okkur í óvissuferð á laugardegnum. Svo á laugardeginum kíktum við á laugardagsmarkaðinn og svo áttum við að fara einhvert þar sem átti að hittast klukkan 3 og rútan færi 4, ég og Sigurður vissum ekki neitt og fylgdum bara. Svo komum við á bar sem heitir Calypso og þar voru fullt af íslendingum, einhverjir sem litu út fyrir að vera fararstjórar. Kalli, pabbi Sigurðar, fór til þessara fararstjóra fékk einhverja miða og svo settumst við inn á barinn. Þá fengum við Sigurður að vita, okkur til mikilliar ánægju að við værum að fara í bæ sem heitir Almeria á Rolling Stones tónleika. Það tók þriggja tíma rútuferð að komast þangað en VÁ það var sko alveg þess virði. Þetta var ROSALEGT, við sátum í efstu röð til hliðar við sviðið og sáum allt MJÖG vel. Sátum svo nálægt að við gátum talið hrukkurnar á þeim.
Ég ætla að reyna að setja inn nokkur video frá tónleikunum.
En já svo fóru foreldrar Sigurðar heim á miðvikudeginum og við vorum tvö eftir fram á sunnudag. Ég og Sigurður kíktum til Cartagena, lentum í mega töf á leiðinni heim. Svo var það bara afslöppun og eins mikið sólbað og við nenntum, sundlaugin var skemmtilegri en við vorum nú ekki beint dugleg í sólbaðinu. En svo áttum við flug klukkan 20:25 frá Alicante og vorum í rosalegu panici að taka til og koma okkur út, gleymdu að taka myndir af íbúðinni og skirfa í gestabókina. Svo skiluðum við bílnum og sáum þegar við komum inn til að tékka okkur inn að fluginu var seinkað til 01:56. Þannig að við biðum í rúma 7 tíma á flugvellinu, fengum reyndar mjög góðan mat til að bæta þetta upp. Flugið fór svo klukkan 2:30, eftir langa bið. Ég og Sigurður höfðu 3 sæti fyrir okkur 2 þannig að ég gat legið. Svo lentum við á Kastrup klukkan 05:45 og fórum heim og sváfum í þægilegum rúmum.
Jæja þá er þetta nóg í bili og ég vil bara biðja þá sem að nenntu að lesa þetta að kvitta fyrir sig og sýna hvað þeir voru duglegir að lesa.
Næsta færsla kemur kannski áður en við förum til Íslands.
Until then........ Punky Out!!!!
miðvikudagur, 6. júní 2007
Heimsóknarpása
En Linda fór heim í gær, var hérna hjá okkur í tæpa viku og það var alveg hrikalega gaman. Ég náði að vera meira með þeim en ég bjóst við en svo breyttist einn vinnudagur hjá mér og þá fékk ég alveg næstum heilan dag með þeim og við fórum þá í tivoli.
En á fimmtudaginn í síðustu viku fórum við yfir til Malmö og Linda sá víst alveg helling af efnilegum kærustum þar en kom samt ekki með einn sænskan gaur yfir aftur.
Svo fór ég að vinna á föstudaginn og í staðin fyrir að vinna til 8 þann föstudag og 2 næsta föstudag þá var ein sem vildi skipta við mig því að hún var að vinna laugardaginn fyrir mig og vildi þá skipta á föstudögunum líka þannig að ég fékk að eyða deginum með Sigurði, Rósu og Lindu. Og við fórum í Tivoli sem var geðveikt gaman og svo á Hardrock að borða. Svo fórum við heim í smá stund og svo kíktum við niður í bæ. Og eins og alltaf þá var mega stuð á Heidi's.
Jæja svo á laugardeginum voru allir frekar þreyttir eftir föstudaginn og sumir meira að segja þunnir. VIð kíktum í Field's og löbbuðum smá þar og fórum svo út á borða á Jensen's Bøfhus um kvöldið þar sem að ég og Sigurður áttum afmæli, eða við vorum allavega búin að vera saman í svona rúmlega ár þá.
En svo á sunnudeginum fór ég að vinna og hitti þau svo á Islands Brygge og svo kláraðist dagurinn bara í leti. Og ég fór að vinna á mánudag og vann bara til 4 og nenni ekki að útskýra hvers vegna en svo fór ég bara með Sigurði að ná í það sem gerði hann að besta kærasta í hemi og sú ferð tók bara rúman 1 og hálfan tíma en svo fórum við bara heim og fengum okkur McDonald's og sofnuðum óvart kl 10 og vöknuðum svo svona 12 til að fara að sofa.
Í gær lágum við svo bara í sólbaði í garðinum og urðum hrikalega brún.
En nóg í bili, verð samt að segja ykkur að áðan þegar ég labbaði út í búð voru tveir gamlir kallar, sem voru líklega soldið í því að kalla á milli sín yfir götunu og einn kallaði "Veistu.... mér líður eins og 17 ára hérna uppi(og benti á hausinn á sér) og 280 ára hérna niðri (og ég vil ekki vita hvert hann benti)
En farvel.
Tinna Ósk
sunnudagur, 27. maí 2007
Verslunarhelgin mikla
Nei það var ekki ég sem var að versla. Hún Silja vinkona mín kom í heimsókn þessa helgi og ég hef bara aldrei lent í öðru eins. Sko þegar ég fer að versla þá labba ég inn í búðina, labba svona þannig að ég geti séð úr smá fjarlægð hvort að ég sé eitthvað spennandi, ef ég sé eitthvað spennandi labba ég að þeim hlut og held svo áfram að skoða úr smá fjarlægð. Þannig finnst mér best að versla. Mér finnst gaman að versla en ég vil ekkert vera að taka neitt of langann tíma í þetta og prófa ekki það sem ég veit að verður asnalegt á mér.
Svo kemur týpan eins og Silja er, labbar inn í búð og að fyrsta rekka af fötum og togar út allt sem gæti hugsanlega, líklega ekki verið svo fáránlegt og klárar þann hluta búðarinnar þannig, og þá oftar en ekki með 5 flíkur í fanginu. Svo er komið að næsta hluta og sá hluti er tekinn eins bara aðeins lengur og stundum beðið um hjálp við að toga fötin út því að hinar 5 flíkurnar eru fyrir. Svona er búðin tekin öll og alltaf bætast 2 til 5 flíkur við í hverjum hluta. Svo þarf að máta, sem tekur sinn tíma en alltaf bara svona 10 til 50% fatanna keyptur.
Ég nota hina taktíkina því að ég er ekki beint þolinmóð týpa.
En já Silja kom hingað og bætti upp þá þyngd sem hún var með í töskunni fyrir mig þegar hún kom út með fötum og skóm sem hún keypti hérna. Ég fékk nebblega fullt af nammi:D og Pulsur:D
En þessar verslunarferðir gerðu mér þann greiða samt að ég á ekki eftir að fara í Field's eða Fisketorvet nema að ég nauðsynlega þurfi. Sem er góður hlutur því að ég ætla mér ekki að versla neitt af viti áður en ég fer heim, nema það sem ég á til hliðar í Topshop.
Ég ætla bara að enda fræsluna á því að láta fólk vita það að ég er búin að komast að því að ég á besta kærasta í heimi. Forvitnir verða bara að spurja mig eða hann en svo eru nokkrir heppnir sem vita afhverju;)
En í millitíðinni
Auf Wiedersehen eða eins og við danirnir segjumFARVEL
Með venlig hilsen
TinTin
mánudagur, 21. maí 2007
Tyskland!?
- hanga á netinu til að finna mér rétta bílinn, BMW Z3 coupe,
- passa upp á að hann sé staðsettur í hæfilegri fjarlægð frá Danmörku,
- hafa samband við eiganda,
- redda mér pening þar sem ég er fátækur skiptinemi í Danmörku,
- kaupa lestarmiða til Þýskalands, ferðin myndi örugglega taka 10-12 tíma þar sem líklegt væri að bíllinn myndi vera staðsettur í mið-Þýskalandi.
- kaupa bílinn og aðra hluti sem mér myndi detta í hug,
- redda bráðabirgða tryggingu,
- KEYRA kaggann norður til Danmerkur ;),
- vera á honum þangað til ég færi heim ;),
- keira hann svo í Norrænu,
- kaupa far fyrir hann,
- reddar sér í lest til baka til Köben.
Þegar komið er heim til Íslands þyrfti ég að:
- fara austur og leysa bílinn út hjá Norrænu,
- borga vsk, toll og annan kostnað sem fylgir þessu,
- borga skráningu, tryggingu ofl.,
- KEYRA til Rvík. ;),
- Ég svaka ánægður ;) en stórskuldugur :/.
Ég og Tinna fórum í bíó á föstudaginn síðasta og fórum á "spiderinn". Þetta byrjaði reyndar þannig að ég hitti Tinnu eftir að hún var búin að vinna korter yfir átta og þá ætluðum við að fá okkur að borða og fara svo í bíó. Tinna kom með þá hugmynd að fara á hardrock cafe og fá okkur að borða þar og sleppa bíóinu, en mig langaði nú til að fara í bíó þannig að það kom ekki alveg til greina þannig að við slurkuðum í okkur borgurum, frönskum og pepsíi og örkuðum svo af stað í átta að bíóinu. Á leiðinni yfir ráðhústorgið sáum við þvílíkan bílaflota af gömlum köggum, alveg þvílíkt magn af flottum gömlum bílium eins og Ford Mustang shelby '67 ofl. ofl. þetta var alveg mögnuð sjón og ég bölvaði því alveg í sand og ösku fyrir að vera ekki með myndavélina á mér :( Svo þegar nálgaðist bíóið var gríðarlegur fjöldi á torginu fyrir utan það enda streymdu gömlu kaggarnir fram hjá bíóinu og eyddu tæum þar fyrir utan, tóku nokkra drifthringi og allir klöppuðu og það var voða gaman. Fyrir utan bíóið voru svo allir aðal bílarnir til sýnis gamlar flottar corvette-ur og hot-road bílar. Núna var komið að mér að vilja ekki far aí bíó og staldra við og horfa á sýninguna :D en Tinnu fannst það ekki nógu spennandi þannig að hún notaði neitunar vald sitt og við drifum okkur í bíó á "Spiderinn".
kv.
sigz
fimmtudagur, 17. maí 2007
Sterling
Þannig að það er vonandi að þessir flugmenn sjái við sér og taka þessu tilboði eða fresta verkfallinu ennfrekar þangað til að við þurfum ekki lengur á því að halda. Svo það er bara að krossleggja fingurna og vona það besta að þeir komist að góðri niðurstöðu svo maður missi ekki af Spánarferð.
kv.
sigz
þriðjudagur, 15. maí 2007
Keðjuslit
þessi hjól eru alveg að gera út af við mig, það er ekki nóg að þurfa annað hvort að kaupa nýja slöngur eða þá að bæta götóttar slöngur. Það er orðið frekar leiðinlegt að stússast í því.
Ég keypti hér 2 hjól í köben, fyrst eitt og svo annað, en ekki bæði í einu. Fyrra hjólið var gírahjól sem var víst algjört drasl og ég nennti ekki að vera á því svo að ég keypti mér annað hjól, sem er svona hálfgert dana-hjól nema ekki eins stórt og ég sit ekki með beint bak eins og stelpur gera, en það eiga að vera e-ir 5 gírar á því sem ég eiginlega er búinn að eyðileggja af slysni. En fyrir þetta seinna hjól voru frambremsurnar frekar lélegar og vírinn að slitna, svo ég sleit hann auðvita með minni handlægni. Svo að ég tók frambremsuvírinn á fyrra hjólinu og setti hann á hjólið, loksins gat ég farið að bremsa aðeins fastar þar sem ég þoli ekki fótbremsur!! Ekki leið á löngu þegar keðjan á hjólinu mínu var alltaf að fara af og ég skyldi ekki alveg af hverju það væri en ég hélt að það væri vegna þess að mér tókst að eyðileggja gíranna eins og margt annað. Þannig að ég vissi ekki alveg hvernig ég átti að fara að því að laga það. þar sem maður mátti ekki hjóla í smá ójöfnu og þá datt keðjan af, frekar pirrandi þar sem malbikið hérna er ekki alveg það besta. Tinna var búin að lenda í því þegar hún fékk hjólið mitt lánað til að hjóla út í búð þar sem dekkið á hennar hjóli var sprungið //surprise, surprise !!// en þá datt keðjan af 4 sinnum á ekki mjög svo langri vegalengd. Villi kallinn var hérna fyrir stuttu ásamt sinni heitelskuðu, hann fékk tryllitækið lánað út á lestarstöð og út á bensínstöð því að það var smá rigning, hann lennti einmitt í því að keðjan fór af hjá honum 3-4 sinnum á þessari leið og þá akkúrat þegar rigningin var hrikalega mikil enda kom hann heim rennandi blautur.
Síðasta föstudag skellti ég hólinu á hvolf og tékkaði á þessu og þá hafði einn hlekkurinn á keðjunni brotnað öðru megin, svo að ég keypti nýja keðju út í superbrugsen í mínu pirringskasti yfir þessum hjólum og keypti einu keðjutegundina sem til var í versluninni og auðvita spáði ég ekkert í særðinni á keðjunni!!
Þegar ég var búinn að slíta keðjuna af hjólinu og ætlaði að skella nýju á, þá var hún of stór //damn it!! ggrrr//, ekki sáttur. Hún var alveg 10 hlekkjum og löng og engin möguleiki fyrir mig að stytta hana. Svo ég leit á fyrra hjólið og datt í hug að geta ekki notað nokkur tannhjól þar til að geta notað nýju keðjuna. Jújú, kallinum tókst það með mikilli þrautsegju að mixa þessi 2 hjól saman svo að keðjan passar á hjólið.
Það er reyndar einn galli við þetta sem ég á eftir að hella mér útí að laga en það er að ég verð að spinna mér vel í jörðina þegar ég fer af stað þar sem ég næ ekki mikilli hröðun með petölunum. Ég get hjólað á jöfnum hraða án mikils vandræða og með ekki mikillri en þó jafnri hröðun til að komast aðeins hraðar. Það nefnilega klikkar alltaf í þessum tannhjólum og þau færast þá leyftursnöggt aftur þegar ég ætla að spinna í petalana og ná einhverjum hraða. EKKI SÁTTUR en þó fín redding.
Þarna eru tannhjólin og keðjan komin á
Svona var það áður en ég breytti því (efri)(reyndar annað hjól á þessari mynd en..). Svona er það núna (neðri)
kv.
sigz
p.s. á einhver góðan bíl handa mér til sölu þegar ég kem heim
(Það er LANG BEST ef hann er BMW ;))
sunnudagur, 13. maí 2007
Eurovision
Það var SVOOO mikið af pissupásu lögum, sum meira að segja pásur fyrir númer 2 if you know what I mean. (Þið sem þekkið ekki pissulögin þá eru það atriðin sem maður notar í að fara á klósettið og jafnvel ná í áfyllingu á drykkinn sinn eða meira nammi/snakk). Vinningslagið var einmitt svona pissulag, kona í gerfi 12 ára stráks að reyna að sygja og vera skrýtin.
En já nóg af þessari æðislega skemmtilegu keppni. Ég er víst farin að tala uppúr svefni eins og ég gerði einu sinni, eða meira bulla. Sigurður spurði mig meira að segja eitt skiptið hvað ég sagði og ég svaraði að ég skildi mig ekki. Og já þið sem voruð að pæla þá er hann Sigurður Örn á lífi, bara soldið mikið að læra og afleiðingar mikils lærdóms hjá honum eru þær að ég er búin horfa á 15 Veronicu Mars þætti síðan á fimmtudag. Jahá sko ég og Veronica erum sko BFF's(Best friends.... forever) Ein vandamálið hjá mér núna er það að það eru bara komnir 17 þættir af þriðju seríu inn á netið og þegar ég klára þá, þá er eins og besta vinkona mín fari alltaf í frí á vikufresti.
HAHA það á greinilega einhver í blokkinni minni eða mjög nálægt mér SingStar því að það er lag í gangi akkúrat núna og alltaf heyrist einhver syngja með..... kannski er það sá sami og á líklega dansleik í einhverja tölvu, því að í gær hristist allt hérna og alltaf sama lagið í gangi, það var eins og einhver væri í kapphlaupi á hæðinni fyrir ofan.
En jæja ég held að 16 þáttur með henni vinkonu minni sé kominn inn á tölvuna, þarf að hitta hana.
Farvel.
Tinna
fimmtudagur, 3. maí 2007
Tivoli-li-li

Jæja ég var alltaf að bíða eftir því að Sigurður myndi skrifa blogg en ekkert hefur gerst svo ég ætla bara að taka málin í mínar hendur.
Við semsagt erum með smá gestatörn hérna núna, þar sem að mamma Rósu og tvö bræðrabörn hennar voru hérna í síðustu viku, eða frá fimmtudegi til þriðjudags. Svo í gær komu Villi og Hildur kærastan hans í heimsókn til okkar og ætla að vera fram á miðvikudag.
Í dag fórum við í Tívoíið og alveg misstum okkur í tækjunum. Byrjuðum á að fara í eitt nýja tækið, Himmelskibet sem var frekar gaman. Svo vorum við forvitin að vita hvað Den Flyvende Kuffert væri og komumst að því að það er svona vagn sem fer í gegnum ævintýraland H.C. Andersen og það var alveg rosalegt, massív spenna;)
Svo fórum við í stóra rauða rússíbanann og ég og Villi vorum alveg að skíta á okkur, skildum ekki alveg hvað við vorum að gera, hvað þá að Hildur dró okkur í það að sitja fremst, en rússíbaninn var tærasta SNILLD. Eftir það fórum við í litla rússíbanann Odin express, sem var bara fyndinn, reyndar pínu þreytandi en samt fínn.
Svo fórum við aftur í stóra rússíbanann og aftur sátum við fremst, reyndar ekki jafn spennandi og fyrst en alls ekki leiðinlegt.
Einhverstaðar á milli þessara tækja fórum við reyndar í svona skjóti, kasti og solleis dót og unnum nokkra bangsa. Sigurður var svo duglegur að kasta fyrir mig að ég fékk sætasta bangsa í heimi.

Svo náði Hildur, eftir miklar vangaveltur, að draga okkur í fallturninn og SJITT, ég hef aldrei lent í öðru eins. Maður var sko með hjartað í hnésbótunum á leiðinni upp(komst ekki neðar, var með beygð hné) og svo var maður stopp uppi, svo bara allt í einu, PÚMM niður og ég hef aldrei á æfinni öskrað svona mikið, ég er ekki þekkt fyrir að öskra yfir neinu en SCHEISE sko. Við öskruðum öll nema Villi sem fraus bara.
Jæja, maður ætti kannski að gá hvort að fólk er á lífi hérna, Sigurður inni í herbergi með bjór og Villi og Hildur sofandi í sófanum.
Until next time
Punky OUT
laugardagur, 21. apríl 2007
Spiderman
